Skilmálar vegna grunnnáms og framhaldsnáms í
Markþjálfun, Evolvia ehf.
Skráning
Ég samþykki að skráning í námið er bindandi.
Skráningargjaldið er óafturkræft.
Ef ég byrja ekki í náminu og hætti við innan við mánuð áður en nám hefst þá greiði ég 50% af námsgjaldinu.
Ef ég byrja í náminu og hætti áður en því líkur þá greiði ég 75% af námsgjaldinu.
Að færa sig um hóp
Ef ég get ekki byrjað í náminu á tilskildum tíma heldur óska eftir því að fresta því fram að næsta hóp, færist skráninggjaldið. Þetta miðast við að ég láti vita mánuð áður en námið hefst. Ef minna en mánaður er þangað til nám hefst greiðist samt strax 50% af námsgjaldinu og restin af námsgjöldunum greiði ég á mánuð áður en námið hefst.
Trúnaður
Ég skil að allt sem gerist í náminu er trúnaðarmál.
Ég má deila með öðrum eigin reynslu um mína upplifun á náminu en ekki um reynslu annarra þátttakanda námsins.
Ábyrgð & heilsa
Ég skil að námið kemur ekki í stað þerapiu á neinn hátt.
Ég ber ábyrgð á að taka þátt í náminu á þann hátt sem mér hentar.
Ég ber ábyrgð á heilsu minni (líkamlegri, andlegri og tillfinningalegri).
Ég samþykki að kennarar Evolvia gefa sér það leyfi að endurskoða þátttöku nemanda ef metið er svo að nemandi sé ekki hæfur til námsins (líkamlegri, andlegri og tillfinningalegri).
Lágmarksþátttaka
Ef lámarksþátttaka næst ekki viku áður en nám hefst er boðið uppá að færa sig í næsta hóp eða þar næsta.
Missa úr kennsludag
Ef nemandi missir úr kennsludag er hægt að taka þann dag í næsta hópi. Hámark má missa 2 daga úr námi. Ef nemandi missir úr fleiri daga, þarf að endurtaka námið.
Tryggingar
Nemandi er sjálfur tryggður á eigin ábyrgð á meðan náminu stendur og getur ekki krafið Evolvia ehf um skaðabætur fyrir nokkuð sem hann gerir eða verður fyrir.
Mentor Markþjálfun
Mentor Markþjálfun er innifalin í grunnnáminu. Þrír tímar eru einstaklings hittingar sem þarf að klára fyrir síðustu kennslulotuna og 10 nettímar í hópi gerast önnina á eftir kennslulotunum. Ef óskað er eftir að þiggja Mentor Markþjálfun seinna bætist auka kostnað við.